Gestamóttakan hefur nú sameinast CP Reykjavík

Kæru samstarfsaðilar, samherjar og viðskiptavinir síðastliðin 20 ár.

cpreykjavik_rgb_vefur_hreint_300x300-02-02-02Nú eru spennandi tímar framundan því við hjá Your Host in Iceland (Gestamóttakan ehf) höfum gengið til liðs við CP Reykjavík. Með þessari sameiningu stefnum við að því að geta tekið að okkur stærri og fjölbreyttari verkefni á sviði ráðstefnuhalds, viðburða  og hvataferða og veitt viðskiptavinum okkar enn betri þjónustu.

Við horfum fram á bjarta framtíð með framsæknu liði og ætlum okkur stóra hluti, að minnsta kosti hérna á Íslandi! Með sameiningunni safnast mikið af sérþekkingu, reynslu og viðskiptatengslum á einn stað og er það ósk okkar að samstarfsaðilar, viðskiptavinir og birgjar muni njóta góðs af.

Það er einlæg von okkar að þessar breytingar hljóti góðar undirtektir og það góða samstarf sem við höfum átt við ykkur öll megi halda áfram hér eftir sem hingað til.
Við hlökkum sannarlega til framtíðarinnar á tímum ört vaxandi möguleika í ferðaþjónustu á Íslandi.

Með kærleikskveðjum,

Inga, Elísabet og Helga Gunnur