Umsagnir

  Umsagnir

Á síðustu 15 árum hef ég oft leitað til Your Host vegna utanumhalds ráðstefna og funda sem ég hef staðið fyrir. Ég er mjög ánægður með þá þjónustu sem Your Host hefur veitt. Hún er algerlega til fyrirmyndar.

Jón Atli Benediktsson
Rektor, Háskóla Íslands

                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                           ISMM 2015

Your Host sá um ráðstefnu kennara við blaðamannaháskóla á Norðurlöndum sem haldin var í Reykjavík í september 2014 við Háskóla Íslands. Er skemmst frá því að segja að þar var vel og faglega að öllu staðið. Your Host annaðist skráningu á ráðstefnuna og í einstakar vinnustofur, hótelbókanir og ferðir fyrir þátttakendur, jafnt skipulagðar ferðir fyrir hópinn og fyrir einstaka þátttakendur, útvegaði sal og veitingar og sá um fjárhagslegt bókhald og uppgjör. Einnig setti Your Host upp og sá um vefsíðu með nauðsynlegum upplýsingum um ráðstefnuna.  Allt skipulag og utanumhald var til hreinnar fyrirmyndar. Sama er að segja um samskiptin við starfsmenn Your Host sem brugðust fljótt og vel við öllu sem til þeirra var beint af ljúfmennsku og lipurð. Þátttakendur voru tæplega hundrað og voru þeir og aðstandendur ráðstefnunnar afskaplega ánægðir með hvernig til tókst.  Ég get því hiklaust mælt með þjónustu Your Host.

Valgerður Anna Jóhannsdóttir
Aðjunkt, Háskóla Íslands

                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                Nordjour 2014

NERA/NFPF eru norræn samtök um menntarannsóknir sem halda árlega ráðstefnu, og hún var á Ísland 7. – 9. mars 2013. Tala þátttakenda var sú næst hæsta í rúmlega 40 ára sögu samtakanna eða 667. Your Host (Gestamóttakan) sá um skráningu á ráðstefnuna, hótelbókun fyrir þátttakendur, ferða- og hótelbókun fyrir aðalfyrirlesara, bókun á húsnæði fyrir ráðstefnuna, pantanir og útvegun á húsnæði fyrir hádegisverði í þrjá ráðstefnudaga, skipulag hátíðarkvöldverðar, margs konar ferðir ráðstefnudagana og á eftir og ýmislegt fleira. Your Host sá jafnframt um fjárhagslegt bókhald og greiðslur.

Samskipti ráðstefnunefndar og Your Host voru einkanlega lipur, og Your Host sýndi frumkvæði og sveigjanleika í allri skipulagningu (m.a. skjót viðbrögð við ofsaveðri sem tafði allt flug og samgöngur innan Reykjavíkur og olli margháttaðri röskun). Undirbúningsnefnd bað þátttakendur að leggja mat á ráðstefnuna, 76% þeirra tók þátt í matinu og af þeim mátu 41% þjónustu Your Host sem „excellent“ og 51% mátu hana sem „good“.

Allir meðlimir undirbúningsnefndar ráðstefnunnar hafa verulega reynslu af skipulagningu vísindaráðstefna, og það er álit nefndarinnar að samstarfið við Your Host hafi verið sérstaklega ánægjulegt, snurðulaust og árangursríkt.

Gestur Guðmundsson
prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands,
formaður undirbúningsnefndar

NERA, 2013

Verkefnisstjórn Vitundarvakningar um kynferðislegt, andlegt og líkamlegt ofbeldi gegn börnum fékk Your Host til að skipuleggja og undirbúa 15 fræðsluþing um land allt á árunum 2012 og 2013.

Skipulag fræðsluþinganna fólst í að hafa samband við ótal fagaðila sem boðaðir voru á þingin, halda utan um skráningu þátttakenda, útvega húsnæði um allt land og veitingar. Einnig um að skipuleggja ferðir fyrirlesara og greiðslur allra reikninga vegna þinganna ásamt mörgu öðru sem að þeim sneri.

Fagleg vinnubrögð einkenndu alla þjónustu og allt stóðst eins og stafur á bók. Feikileg aðsókn var á öll þingin og er það ekki síst Your Host að þakka.
Við getum eindregið mælt með henni og Your Host fær okkar bestu meðmæli.

Kristín Jónsdóttir
verkefnastjóri, Mennta- og menningarmálaráðuneytinu

Vitundarvakning, 2012 & 2013

Við nýttum okkur þjónustu Gestamótttökunnar ehf – Your Host in Iceland, vegna ráðstefnu á okkar vegum haustið 2013.
Fagleg vinnubrögð einkenndu allan undirbúning, jafnt í smáum sem stórum atriðum þannig að engin óvænt mál komu upp eftir að ráðstefnan hófst.
Erlendir gestir okkar voru einstaklega ánægðir með ráðstefnuna og ekki síður þá atburði sem Your Host skipulagði í frítíma þeirra.

Your Host fær bæði hrós og rós í sérhvert hnappagat frá okkur.

Bryndís Loftsdóttir
Félagi íslenskra bókaútgefenda

 

Ráðstefna norrænna bókaútgefenda, 2013

Your Host tók að sér að skipuleggja og halda utan um þing NPF (norrænna lýtalækna) 10. – 12. júní 2010. Í nánasta aðdraganda þingsins byrjaði Eyjafjallajökull að gjósa og styrktaraðilar héldu að sér höndum af ýmsum orsökum en með gríðarlegri eljusemi og faglegum vinnubrögðum varð raunin sú að enginn þátttakandi skráði sig frá ráðstefnunni og hún var haldin með glæsibrag, met þátttöku og jákvæðri fjárhagsstöðu. 
Sérstaklega vil ég nefna hnökralausa móttöku abstracta og skipulag fyrirlestra sem var á heimsmælikvarða. Einnig held ég að “social programmið” verð seint toppað!

Hjartans þakkir fyrir samvinnuna.

Jens Kjartansson
– klínískur prófessor, yfirlæknir lýtalækningadeildar Landspítala

 

Ráðstefna lýtalækna, 2010

Þjónusta Your Host er bæði fagleg og persónuleg. Your Host hafði veg og vanda af skipulagningu stórrar norrænnar félagsfræðiráðstefnu fyrir nokkrum árum og núna stóðum við fyrir alþjóðlegri ráðstefnu á vegum félags- og mannvísindadeildar HÍ. Báðar ráðstefnurnar tókust afbragðs vel og átti Your Host ekki síst þátt í því.

Mæli hiklaust með þjónustu Your Host!

Helgi Gunnlaugsson, Ph.D.
Prófessor í félagsfræði,
Félagsvísindadeild Háskóla Íslands

After the Gold Rush, 2010