“Your Host fær okkar bestu meðmæli”

“Your Host fær okkar bestu meðmæli”

Verkefnisstjórn Vitundarvakningar um kynferðislegt, andlegt og líkamlegt ofbeldi gegn börnum fékk Your Host til að skipuleggja og undirbúa 15 fræðsluþing um land allt á árunum 2012 og 2013.

Skipulag fræðsluþinganna fólst í að hafa samband við ótal fagaðila sem boðaðir voru á þingin, halda utan um skráningu þátttakenda, útvega húsnæði um allt land og veitingar. Einnig um að skipuleggja ferðir fyrirlesara og greiðslur allra reikninga vegna þinganna ásamt mörgu öðru sem að þeim sneri.

Fagleg vinnubrögð einkenndu alla þjónustu og allt stóðst eins og stafur á bók. Feikileg aðsókn var á öll þingin og er það ekki síst Your Host að þakka.
Við getum eindregið mælt með henni og Your Host fær okkar bestu meðmæli.

Kristín Jónsdóttir
verkefnastjóri, Mennta- og menningarmálaráðuneytinu

Vitundarvakning, 2012 & 2013