“Your Host sýndi frumkvæði og sveigjanleika í allri skipulagningu”

“Your Host sýndi frumkvæði og sveigjanleika í allri skipulagningu”

NERA/NFPF eru norræn samtök um menntarannsóknir sem halda árlega ráðstefnu, og hún var á Ísland 7. – 9. mars 2013. Tala þátttakenda var sú næst hæsta í rúmlega 40 ára sögu samtakanna eða 667. Your Host (Gestamóttakan) sá um skráningu á ráðstefnuna, hótelbókun fyrir þátttakendur, ferða- og hótelbókun fyrir aðalfyrirlesara, bókun á húsnæði fyrir ráðstefnuna, pantanir og útvegun á húsnæði fyrir hádegisverði í þrjá ráðstefnudaga, skipulag hátíðarkvöldverðar, margs konar ferðir ráðstefnudagana og á eftir og ýmislegt fleira. Your Host sá jafnframt um fjárhagslegt bókhald og greiðslur.

Samskipti ráðstefnunefndar og Your Host voru einkanlega lipur, og Your Host sýndi frumkvæði og sveigjanleika í allri skipulagningu (m.a. skjót viðbrögð við ofsaveðri sem tafði allt flug og samgöngur innan Reykjavíkur og olli margháttaðri röskun). Undirbúningsnefnd bað þátttakendur að leggja mat á ráðstefnuna, 76% þeirra tók þátt í matinu og af þeim mátu 41% þjónustu Your Host sem „excellent“ og 51% mátu hana sem „good“.

Allir meðlimir undirbúningsnefndar ráðstefnunnar hafa verulega reynslu af skipulagningu vísindaráðstefna, og það er álit nefndarinnar að samstarfið við Your Host hafi verið sérstaklega ánægjulegt, snurðulaust og árangursríkt.

Gestur Guðmundsson
prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands,
formaður undirbúningsnefndar

NERA, 2013